Eldgos hafið í Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2014 14:19 Ekkert sést enn á yfirborði jökulsins að gos sé hafið mynd/ómar ragnarsson Eldgos er hafið í Dyngjujökli. Þetta staðfesti samhæfingarmiðstöð Almannavarna nú rétt í þessu. Eldgosið er núna lítið. Gosið er undir miklum þrýstingi. Það er að myndast berg undir jökli þannig að það nær ekki að bræða jökulinn. Þó er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvort gosið muni færast í aukana, bræða jökulinn og mynda flóð í Jökulsá á fjöllum. TF-Sif er að fljúga yfir jökulinn. Með í för eru vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Enn er ekki hægt að sjá gosmökk, það er ekki talið að þetta sé stórt eins og staðan er núna. 100-400 metra þykkt íslag er á því svæði þar sem gosið er hafið. Það mun því líklega taka nokkra stund að bræða ísinn ofan af sér.Melissa Anne Pfeffe, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar hjá Veðurstofunni segir í samtali við blaðamann Vísis að enn sé um lítið magn kviku að ræða sem nái ekki að bræða af sér ísinn. Því er ekki talið líklegt að flóð verði mikið af þessum völdum.Sjá tilkynningu Almannavarna í heild sinni hér að neðan. Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu. Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif er komin að jöklinum með vísindamenn innanborðs og er ekki að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss. Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Að svo stöddu er ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. Fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi. Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Eldgos er hafið í Dyngjujökli. Þetta staðfesti samhæfingarmiðstöð Almannavarna nú rétt í þessu. Eldgosið er núna lítið. Gosið er undir miklum þrýstingi. Það er að myndast berg undir jökli þannig að það nær ekki að bræða jökulinn. Þó er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvort gosið muni færast í aukana, bræða jökulinn og mynda flóð í Jökulsá á fjöllum. TF-Sif er að fljúga yfir jökulinn. Með í för eru vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Enn er ekki hægt að sjá gosmökk, það er ekki talið að þetta sé stórt eins og staðan er núna. 100-400 metra þykkt íslag er á því svæði þar sem gosið er hafið. Það mun því líklega taka nokkra stund að bræða ísinn ofan af sér.Melissa Anne Pfeffe, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar hjá Veðurstofunni segir í samtali við blaðamann Vísis að enn sé um lítið magn kviku að ræða sem nái ekki að bræða af sér ísinn. Því er ekki talið líklegt að flóð verði mikið af þessum völdum.Sjá tilkynningu Almannavarna í heild sinni hér að neðan. Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að flug er nú bannað yfir svæðinu. Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sif er komin að jöklinum með vísindamenn innanborðs og er ekki að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss. Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Að svo stöddu er ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. Fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi.
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira