Heilsubætandi áhrif þess að skola munninn með olíu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni. Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir
Olíumunnskolun eða oil pulling er ævaforn aðferð til þess að hreinsa tennur og munn af eiturefnum og bakteríum. Tennurnar verða hvítari ef munnurinn er skolaður reglulega með olíu og er þessi aðferð talin hafa ýmis heilsubætandi áhrif. Ekki eru til neinar rannsóknir sem staðfesta það en hún er sögð geta hjálpað til við mígreni, hormónavandamál, andremmu, astma og hreinsun lifrarinnar. Best er að nota þessa aðferð á morgnanna áður en nokkuð er borðað eða drukkið. Hægt er að nota annaðhvort lífræna kaldpressaða kókosolíu eða sesamolíu. Tími er sagður skipta öllu máli þegar munnurinn er skolaður með olíu. Best er að hafa olíuna í 20 mínútur, en það er hægt að byrja á 5 mínútum og vinna sig upp í tíma á meðan aðferðin venst.Leiðbeiningar:1. Settu teskeið af þeirri olíu sem þú kýst í munninn og láttu hana bráðna í munninum. 2. Skolaðu munninn í 20 mínútur með olíunni, veltu henni um í munninum. 3. Spýttu út olíunni í klósettið og sturtaðu strax niður. Kókosolía harðnar þegar hún kælist og getur því stíflað vaskinn. 4. Skolaðu munninn með volgu vatni.
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir