Innlent

Almannavarnir Norðurlanda upplýstar um Bárðarbungu

ingvar haraldsson skrifar
mynd/ómar ragnarsson
Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sat í morgun fjarfund með almannavörunum á Norðurlöndum. Þar voru hinir norrænu kollegar almannavarnardeildar upplýstir um stöðu mála vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu.  Í framhaldinu munu þeir  reglulega fá upplýsingar um framvinduna. Um fjögur hundrað skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.

Fundur viðbragðs- og hagsmunaaðila á Egilsstöðum hófst klukkan níu í morgun í húsi björgunarsveitarinnar við Miðás á Egilsstöðum og stendur enn. Fulltrúar almannavarna, lögreglu og vísindamanna eru á fundinum og ræða stöðuna á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs og aðgerðir síðustu daga. Þar eru einnig fulltrúar frá sveitarfélögum, bændum, heilbrigðiskerfinu og fleirum.


Tengdar fréttir

Hættumat Bárðarbungu enn óklárað

Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar.

Skjálfti upp á 4,0 stig

Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag.

Norðmenn spá í öskuna

Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni.

Náttúran í öllu sínu veldi

Fljótandi kvika, sígandi askja, jarðflekahreyfingar og myndun 25 kílómetra langs berggangs er meðal þess sem útskýrir mikla skjálfavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×