Innlent

Sýslumaðurinn á Húsavík heldur íbúafund í Öxarfirði

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Sveinn
Í kvöld verður íbúafundur í Öxarfjarðarskóla í Lundi klukkan 20:00 vegna jarðskjálftahrinunnar í Bárðabungu.  Í forsvari fundarins verður Sýslumaðurinn á Húsavík, Svavar Pálsson og mun hann fara yfir stöðuna ásamt fulltrúum almannavarna, vísindamanna og fleiri, sem svara munu fyrirspurnum fundarmanna. Þetta kemur fram í á vef Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Fundur viðbragðsaðila og hagsmunaaðila var haldinn klukkan 12 00 í dag á Húsavík  Fulltrúar almannavarna, lögreglu á Húsavík og vísindamenn gerðu grein fyrir stöðunni í norðanverðum Vatnajökli og þeim viðbúnaði sem hefur verið síðan svæðinu norðan jökulsins var lokað. Einnig komu á fundinn fulltrúar frá sveitarfélögum. Samskonar fundur verður með viðbragðsaðilum og hagsmunaaðilum á Egilsstöðum klukkan 9:00 í fyrramálið og verður hann haldinn í húsi björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×