Sættir takast hjá ungum rappkóngum Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 23:00 Spaceghostpurrp (t.v.) og A$AP Rocky árið 2011, þegar allir voru vinir í skóginum. Ekki liggur fyrir hvenær gulltennur verða stórt tískufyrirbæri hér á landi. Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira