Innlent

Skjálfti upp á 4,0 stig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bárðarbunga í norðaustanverðum Vatnajökli.
Bárðarbunga í norðaustanverðum Vatnajökli. Vísir/Grafík
Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag. Annar telst vera 4,0 stig að stærð en hinn 3,7 stig samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar.

Fyrri skjálftinn upp á 3,7 stig mældist klukkan 10:29 um 3,6 kílómetra suðsuðaustur af Bárðarbungu. Hinn síðar upp á 4,0 stig mældist klukkan 19:58 um 4,8 kílómetra norðaustur af Bárðarbungu.

Fyrri skjálftinn var á 2,7 kílómetra dýpi en sá síðari, sá stærri, á 3,1 kílómetra dýpi.

Uppfært klukkan 13:45

Skjálfti upp á 3,8 stig varð klukkan 13:02. Skjálftinn varð á 4,9 kílómetra dýpi um 5,0 kílómetra norðnorðaustur af Bárðarbungu.


Tengdar fréttir

Rýmingu lokið - TF SIF flaug yfir jökulinn

Rýmingu af hálendinu norðan Dyngjujökuls, þar sem Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi í gær, lauk upp úr miðnætti, en eitthvað á annað hundrað manns voru á svæðinu í gær. Þar á meðal voru þeir sem dvöldu í skálum í Dreka og í Kverkfjöllum. Lögregla naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið og að koma upp skiltum um lokanir á vegum.

Hættumat Bárðarbungu enn óklárað

Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar.

Norðmenn spá í öskuna

Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×