Útgáfunni fagnað í Mengi 21. ágúst 2014 12:45 Verk Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo verður leikið í Mengi í kvöld. Mynd/Matthew Eisman They hold it for certain... er samstarfsverkefni Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo. Verkið er í senn hljómplata og myndlistarverk unnið af Ingibjörgu Birgisdóttir og Orra Jónssyni ásamt rithöfundinum Bergsveini Birgissyni. Þann 21. ágúst opnar sýning á verkinu í Mengi að Óðinsgötu 2 í Reykjavík og verður verkið spilað af hljómplötu í heild sinni. Aðgangur er ókeypis og byrjar viðburðurinn klukkan 20.00 en hljóðhluti verksins verður spilaður klukkan 21.00. Yungchen Lhamo er tíbetsk söngkona sem flúði heimaland sitt árið 1989 og býr nú í útlegð í New York. Saga hennar er um margt merkileg en hún flúði Tíbet fótgangandi ásamt kornungum syni sínum yfir Himalaya fjöllin, ferð sem tók nokkra mánuði. Hún hefur sjálf sagt að þegar hún yfirgaf Tíbet hafi hún glatað öllu, öllu nema röddinni sem hún tók með sér til hins vestræna heims. Yungchen hefur átt farsælan feril sem söngkona á alþjóðavettvangi, og starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lhamo er virk í baráttu fyrir málefnum Tíbeta og hefur unnið með ýmsum alþjóðlegum félaga- og hjálparstofnunum á borð við Amnesty International auk þess sem hún hefur margsinnis flutt verk sín fyrir Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta. Samstarf Skúla Sverrissonar og Anthony Burr hefur þegar getið af sér hljómplöturnar Desist og A Thousand Incidents Arise. They hold it for certain... er þriðja útgáfa á vegum Mengis en fyrri útgáfur eru The Box Tree með Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverrissyni og Temperaments með Kippa Kaninus. Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
They hold it for certain... er samstarfsverkefni Skúla Sverrissonar, Anthony Burr og söngkonunnar Yungchen Lhamo. Verkið er í senn hljómplata og myndlistarverk unnið af Ingibjörgu Birgisdóttir og Orra Jónssyni ásamt rithöfundinum Bergsveini Birgissyni. Þann 21. ágúst opnar sýning á verkinu í Mengi að Óðinsgötu 2 í Reykjavík og verður verkið spilað af hljómplötu í heild sinni. Aðgangur er ókeypis og byrjar viðburðurinn klukkan 20.00 en hljóðhluti verksins verður spilaður klukkan 21.00. Yungchen Lhamo er tíbetsk söngkona sem flúði heimaland sitt árið 1989 og býr nú í útlegð í New York. Saga hennar er um margt merkileg en hún flúði Tíbet fótgangandi ásamt kornungum syni sínum yfir Himalaya fjöllin, ferð sem tók nokkra mánuði. Hún hefur sjálf sagt að þegar hún yfirgaf Tíbet hafi hún glatað öllu, öllu nema röddinni sem hún tók með sér til hins vestræna heims. Yungchen hefur átt farsælan feril sem söngkona á alþjóðavettvangi, og starfað með fjölda þekktra tónlistarmanna. Lhamo er virk í baráttu fyrir málefnum Tíbeta og hefur unnið með ýmsum alþjóðlegum félaga- og hjálparstofnunum á borð við Amnesty International auk þess sem hún hefur margsinnis flutt verk sín fyrir Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta. Samstarf Skúla Sverrissonar og Anthony Burr hefur þegar getið af sér hljómplöturnar Desist og A Thousand Incidents Arise. They hold it for certain... er þriðja útgáfa á vegum Mengis en fyrri útgáfur eru The Box Tree með Óskari Guðjónssyni og Skúla Sverrissyni og Temperaments með Kippa Kaninus.
Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira