Tónlist

Hljómsveitin The Knife spilar á Iceland Airwaves

Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram hér á landi í fyrsta sinn.
Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram hér á landi í fyrsta sinn. Mynd/Terri Loewenthal
Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár en þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir verða auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári.

Systkinin Karin Dreijer Anderson og Olof Dreijer hafa verið leiðandi afl í raftónlist síðan hljómsveitin hóf störf árið 1999. Svo skemmtilega vill til að Iceland Airwaves var fyrst haldin sama ár í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. 

   

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

The Knife bætist í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Fleiri hljómsveitir verða tilkynntar á allra næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.