Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 22:41 Pavel Ermolinskij gegn Bretum í Höllinni. vísir/vilhelm „Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04