Innlent

Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu

Randver Kári Randversson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Sveinn
Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst.

Í myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, hafa mælingar sem innihalda staðsetningu og dýpi jarðskjálftamiðja , verið teiknuð upp fyrir landsvæðið undir Bárðarbungu og hreyfimynd útbúin.

Litur punktanna táknar dagsetningu þeirra þannig að fyrst koma rauðir punktar, næst appelsínugulir, gulir, ljósgrænir og loks grænir. Stærð jarðskjálfta kemur ekki fram en allir skjálftapunktar eru teiknaðir jafn stórir í myndbandinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×