Innlent

Svipast um eftir ferðafólki norðan Dyngjujökuls í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Sprengisandsleið við Tómasarhaga í gær. Skammt frá eru gatnamótin inn á Gæsavatnaleið, sem nú hefur verið lýst bannsvæði.
Frá Sprengisandsleið við Tómasarhaga í gær. Skammt frá eru gatnamótin inn á Gæsavatnaleið, sem nú hefur verið lýst bannsvæði. Vísir/Sveinn
Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetur landsmenn til þess að ræða við ferðafólk norðan Dyngjujökuls og upplýsa það um stöðu mála.

Í tilkynningu frá Landsbjörg er greint frá því hve vel rýming á svæðinu hafi gengið í gær. Í dag verði kannað hvort einhverjar eftirlegukindur séu.

„Ef þið þekkið eða hafið aðgang að ferðafólki, tala nú ekki um ef það er erlent, þá endilega bendið því á þessa fínu mynd Vegagerðarinnar af lokaða svæðinu,“ segir í tilkynningunni.

Lagt er til að benda ferðafólki á þann stærsta hluta landsins sem ekki sé á yfirlýstu hættusvæði og ferðafólk getur sótt heim.

Mynd/Vegagerdin.is

Tengdar fréttir

Rýmingu lokið - TF SIF flaug yfir jökulinn

Rýmingu af hálendinu norðan Dyngjujökuls, þar sem Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi í gær, lauk upp úr miðnætti, en eitthvað á annað hundrað manns voru á svæðinu í gær. Þar á meðal voru þeir sem dvöldu í skálum í Dreka og í Kverkfjöllum. Lögregla naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið og að koma upp skiltum um lokanir á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×