Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 09:25 Hlynur Bæringsson í leiknum gegn Bretum á dögunum. Víisr/Vilhelm Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur spilað marga stórleiki á ferlinum en þeir verða varla stærri en leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London. „Þetta er pottþétt sá stærsti á ferlinum og sá mikilvægasti með leikjunum til að vinna titlana," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins sem mætir Bretlandi á London á morgun en sigur kemur liðinu nánast örugglega inn á EM. „Ef þetta tekst þá verður þetta örugglega hápunkturinn. Það er mikil löngun og við gerum allt til þess að láta þennan draum verða að veruleika," sagði Hlynur en hvernig verður spennustigið hjá liðinu í þessum mikilvæga leik. „Byrjunin gæti snúist um að stilla spennustigið og það er alveg eðlilegt. Það gæti líka hjálpað okkur seinna í leiknum ef við náum að komast út úr stressinu sem verður pottþétt í upphafi leiks. Þá gætum við verið rétt stilltir, með hátt tempó og háan mótor," sagði Hlynur og bætti við: „Ég verð pottþétt smá stressaður þangað til fyrsta karfan fer ofan í. Það er oft þannig," sagði Hlynur. Hlynur fékk á sig sína fyrstu villu eftir aðeins nokkrar sekúndur í tapleiknum í Bosníu og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. „Það var mjög erfitt enda leikur sem var nógu erfiður fyrir. Það fáa sem gekk upp hjá manni var flautað af. Það er mjög þægilegt að skora snemma en það er mjög erfitt á móti sterkum þjóðum að þurfa ennþá að vera að reyna að finna sig í þriðja leikhluta. Við skulum vona að það verði ekki í þessum leik," sagði Hlynur. Hvað breytir það fyrir íslenska liðið að fá Jón Arnór Stefánsson inn fyrir þennan mikilvæga leik við Breta? „Ég held að það breyti ekki miklu því við verðum bara betri heilt yfir. Jón hefur allan sinn feril verið frábær liðsmaður í vörn og sókn. Auðvitað spilar hann stærra hlutverk í sókninni hjá okkur heldur en í sínum liðum. Þrátt fyrir hans velgengni hefur Jón aldrei verið með einhverja stjörnustæla og það væri meira mál að setja þannig menn inn í liðið. Hann hefur alltaf verið tipp topp liðsmaður og hann gerir okkur bara betri. Hann breytir samt ekkert rosalega miklu," sagði Hlynur. Hvað þarf að gerast til þess að Ísland vinni Bretland í Koparkassanum í kvöld? „Við þurfum bara að spila vel til að vinna þennan leik. Oft áður þegar við höfðum átt möguleika þá hafa menn mikið verið að velta sér upp úr ef og hefði og að þetta þarf að gerast. Þeir eru alveg með gott lið og eru betri á heimavelli en menn þurfa ekki að setja pressu á sig að eiga ofboðslega góðan leik," sagði Hlynur. „Við þurfum að spila okkur leik, vera rétt stemmdir og góðir. Þá held ég að við klárum þetta," sagði Hlynur. „Það er rosalega mikið undir. Fyrir okkur sem erum orðnir aðeins eldri í þessu þá er þetta síðasti sjensinn í raun og veru. Við fengum smá sjens í fyrra og það tókst ekki. Þetta er síðasti möguleikinn og við ætlum að nýta hann," sagði Hlynur. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur spilað marga stórleiki á ferlinum en þeir verða varla stærri en leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London. „Þetta er pottþétt sá stærsti á ferlinum og sá mikilvægasti með leikjunum til að vinna titlana," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins sem mætir Bretlandi á London á morgun en sigur kemur liðinu nánast örugglega inn á EM. „Ef þetta tekst þá verður þetta örugglega hápunkturinn. Það er mikil löngun og við gerum allt til þess að láta þennan draum verða að veruleika," sagði Hlynur en hvernig verður spennustigið hjá liðinu í þessum mikilvæga leik. „Byrjunin gæti snúist um að stilla spennustigið og það er alveg eðlilegt. Það gæti líka hjálpað okkur seinna í leiknum ef við náum að komast út úr stressinu sem verður pottþétt í upphafi leiks. Þá gætum við verið rétt stilltir, með hátt tempó og háan mótor," sagði Hlynur og bætti við: „Ég verð pottþétt smá stressaður þangað til fyrsta karfan fer ofan í. Það er oft þannig," sagði Hlynur. Hlynur fékk á sig sína fyrstu villu eftir aðeins nokkrar sekúndur í tapleiknum í Bosníu og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. „Það var mjög erfitt enda leikur sem var nógu erfiður fyrir. Það fáa sem gekk upp hjá manni var flautað af. Það er mjög þægilegt að skora snemma en það er mjög erfitt á móti sterkum þjóðum að þurfa ennþá að vera að reyna að finna sig í þriðja leikhluta. Við skulum vona að það verði ekki í þessum leik," sagði Hlynur. Hvað breytir það fyrir íslenska liðið að fá Jón Arnór Stefánsson inn fyrir þennan mikilvæga leik við Breta? „Ég held að það breyti ekki miklu því við verðum bara betri heilt yfir. Jón hefur allan sinn feril verið frábær liðsmaður í vörn og sókn. Auðvitað spilar hann stærra hlutverk í sókninni hjá okkur heldur en í sínum liðum. Þrátt fyrir hans velgengni hefur Jón aldrei verið með einhverja stjörnustæla og það væri meira mál að setja þannig menn inn í liðið. Hann hefur alltaf verið tipp topp liðsmaður og hann gerir okkur bara betri. Hann breytir samt ekkert rosalega miklu," sagði Hlynur. Hvað þarf að gerast til þess að Ísland vinni Bretland í Koparkassanum í kvöld? „Við þurfum bara að spila vel til að vinna þennan leik. Oft áður þegar við höfðum átt möguleika þá hafa menn mikið verið að velta sér upp úr ef og hefði og að þetta þarf að gerast. Þeir eru alveg með gott lið og eru betri á heimavelli en menn þurfa ekki að setja pressu á sig að eiga ofboðslega góðan leik," sagði Hlynur. „Við þurfum að spila okkur leik, vera rétt stemmdir og góðir. Þá held ég að við klárum þetta," sagði Hlynur. „Það er rosalega mikið undir. Fyrir okkur sem erum orðnir aðeins eldri í þessu þá er þetta síðasti sjensinn í raun og veru. Við fengum smá sjens í fyrra og það tókst ekki. Þetta er síðasti möguleikinn og við ætlum að nýta hann," sagði Hlynur.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45
Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00
Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01
Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00
Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34