Innlent

Verulegur sandstormur víða

Hörgárdalur í dag.
Hörgárdalur í dag. mynd/sigríður edith
„Hugsanlega er einhverja ösku að sjá, en þá mjög litla. Hún sést allavega ekki á radar,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir verkefnastjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Dimman mökk leggur yfir stórt svæði umhverfis eldstöðina og hafa fjölmargir haft samband við fréttastofuna og talið að um hugsanlegt öskuský sé að ræða. Sú er þó ekki raunin, því mikið hvassviðri er á svæðinu og leggur sandstorm og mikið moldviðri yfir svæðið sem í kjölfarið þyrlar upp tilheyrandi ryki.

mynd/sigríður edith
„Sandstormurinn er verulegur í öllum þessum veðurofsa og hann skýrir þetta. Það er mjög slæmt veður og lægð að ganga yfir landið en ætti að fara minnkandi með kvöldinu,“ segir Guðrún.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er búist við stormi víða um land með snörpum vindhviðum við fjöll. Þá er jafnframt búist við mikilli úrkomu á suðausturlandi og er hætt við skriðum á þeim slóðum.

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 er staddur á Skútustöðum í Mývatnssveit segir fokið umtalsvert. Kristján Már er að sjálfsögðu á vaktinni og setti út hvítan disk fyrir hádegi.

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2.mynd/egill aðalsteinsson
„Á tuttugu mínútum sáum við talsvert af fínum dökkum kornum á disknum,“ segir Kristján.

Einar Guðmann, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, setti sömuleiðis út disk á Akureyri í morgun og varð sá drullugur á skömmum tíma.

Einar vildi ekkert fullyrða hvort um ösku væri að ræða og taldi hann raunar líklegra á þeim tíma að um moldrok væri að ræða. Ómögulegt er hins vegar að fullyrða nokkuð um það.

mynd/sigríður edith
mynd/sigríður edith

Tengdar fréttir

Gos hafið að nýju

Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×