Innlent

Heimsótti gíginn í Holuhrauni í gær

Bjarki Ármannsson skrifar
Svona var um að lítast á svæðinu í gær.
Svona var um að lítast á svæðinu í gær. Stöð 2/Egill
„Svona eftir á er maður frekar skelkaður,“ segir Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Kristján fékk í gær ásamt Agli Aðalsteinssyni tökumanni að fara inn að sprungunni í Holuhrauni þar sem nú er tekið að gjósa á ný.

„Almannavarnir leyfðu fjölmiðlum í fyrsta sinn síðdegis  í gær að fara þarna inn. Við fórum í fylgd með lögreglu og björgunarsveitum alla leið að hrauninu,“ segir Kristján Már. „Við gengum síðan upp að gígunum og stóðum hreinlega á gígbarminum og horfðum niður í þetta.“

Kristján segir að þess hafi vandlega verið gætt að fréttamenn færu mjög varlega og lögregla hafi verið í stöðugu sambandi við almannavarnir til að fylgjast með hvort nokkurs óróa gætti.

„Það voru ströng tímamörk á því að við mættum bara vera þarna í tuttugu mínútur og svo fórum við,“ segir hann. „Manni verður nú bara hugsað til þess, ef þetta gos hefði komið upp þegar við vorum á staðnum þá hefði manni hitnað ansi mikið á afturendanum, verð ég að segja.“

Kristján og Egill voru sem betur fer á bak og burt þegar tók að gjósa í nótt. Þeir náðu nokkrum mjög flottum myndum af svæðinu í gær.


Tengdar fréttir

Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu

Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu.

Gos hafið að nýju

Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags.

„Mjög fallegt sprungugos“

Þorbjörg Ágústsdóttir doktorsnemi í jarðeðlisfræði var meðal þeirra fyrstu á eldstöðvarnar í Holuhrauni í morgun. Hún segir gosið afar fallegt og að hraunflæðið sé töluvert meira en í gosinu á föstudag.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×