„Svipað að stærð og stærstu gosin í Kröflueldunum“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2014 12:30 Eldgos hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun. Gosið er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudagsmorguninn, en er margfalt stærra en það fyrra. Er þetta þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku og hið langstærsta.Click here for an English version. Eldgosið er hraungos, staðsett um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og rennur gos til austurs. Gossprungan nær aðeins norðar en á aðfararnótt föstudags, og er um einn og hálfur kílómetri að lengd. Nyrsti hluti hennar er á svæði þar sem ekki hefur gosið áður. Áætlað er að hraunrennslið sé tíu til tuttugu sinnum meira en í gosinu á föstudagsmorguninn og fimmtíu metra háir gosstrókar teygja sig til himins. Á laugardaginn fyrir viku gaus í hlíðum Bárðarbungu. Gosið var undir jökli og náði ekki að bræða sig í gegnum ísinn. Á föstudagsmorgunn var svo hraungos í Holuhrauni, en það gos varði aðeins í um fjórar klukkustundir og var um tíu sinnum minna en fyrra gosið. Gosið sem nú stendur yfir er stöðugt og nánast enginn gosórói hefur mælst. Lítil skjálftavirkni hefur verið á Bárðarbungusvæðinu í morgun miðað við virknina síðustu daga, og segja vísindamenn að gosið sé samfellt og frekar hljóðlátt.Hættustig áfram í gildi og ekki flogið Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og ákveðið var að hættustig verði áfram í gildi, en þegar gosið hófst á aðfararnótt föstudags á sama stað var neyðarstigi lýst yfir. Veðurstofan hefur fært litakóða upp í rautt og blindflug hefur verið bannað umhverfis eldstöðina, á því svæði sem nær norður undir Mývatn og upp í sex þúsund feta hæð. Athugað verður hvort hægt sé að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hefur gosið ekki áhrif á flugsamgöngur. Skyggni er mjög lítið við Holuhraun þar sem veður er slæmt og fer versnandi, en þar er mikið sandrok og þoka. Jarðvísindamenn sem fylgdust með gosinu í morgun hafa nú yfirgefið svæðið vegna veðurs, en nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu. „Við vitum ekki stöðuna akkúrat á þessu augnabliki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „En í þetta sinn er um töluvert eldgos að ræða og það sýnir sig að á um þremur klukkutímum var það búið að mynda þriggja kílómetra langan hrauntaum og það er verulega mikið streymi þarna upp.“ Hann segir að gróflega megi áætla að um þúsund rúmmetrar af kviku hafi komið upp á sekúndu fyrstu þrjá tímana. „Þetta er stærsta gosið í þessari hrinu, þetta er að svipaðri stærð og stærri gosin í Kröflueldum. En það er yfirleitt þannig að svona gos eru öflugust fyrst og svo dregur úr þeim.“ Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var einmitt verið að reisa þegar umdeilda Kröfluvirkjun.Uppfært kl. 16:19: Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Tengdar fréttir Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Eldgos hófst í Holuhrauni um klukkan fimm í morgun. Gosið er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst á föstudagsmorguninn, en er margfalt stærra en það fyrra. Er þetta þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku og hið langstærsta.Click here for an English version. Eldgosið er hraungos, staðsett um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls og rennur gos til austurs. Gossprungan nær aðeins norðar en á aðfararnótt föstudags, og er um einn og hálfur kílómetri að lengd. Nyrsti hluti hennar er á svæði þar sem ekki hefur gosið áður. Áætlað er að hraunrennslið sé tíu til tuttugu sinnum meira en í gosinu á föstudagsmorguninn og fimmtíu metra háir gosstrókar teygja sig til himins. Á laugardaginn fyrir viku gaus í hlíðum Bárðarbungu. Gosið var undir jökli og náði ekki að bræða sig í gegnum ísinn. Á föstudagsmorgunn var svo hraungos í Holuhrauni, en það gos varði aðeins í um fjórar klukkustundir og var um tíu sinnum minna en fyrra gosið. Gosið sem nú stendur yfir er stöðugt og nánast enginn gosórói hefur mælst. Lítil skjálftavirkni hefur verið á Bárðarbungusvæðinu í morgun miðað við virknina síðustu daga, og segja vísindamenn að gosið sé samfellt og frekar hljóðlátt.Hættustig áfram í gildi og ekki flogið Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og ákveðið var að hættustig verði áfram í gildi, en þegar gosið hófst á aðfararnótt föstudags á sama stað var neyðarstigi lýst yfir. Veðurstofan hefur fært litakóða upp í rautt og blindflug hefur verið bannað umhverfis eldstöðina, á því svæði sem nær norður undir Mývatn og upp í sex þúsund feta hæð. Athugað verður hvort hægt sé að fljúga yfir gosstöðvarnar síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hefur gosið ekki áhrif á flugsamgöngur. Skyggni er mjög lítið við Holuhraun þar sem veður er slæmt og fer versnandi, en þar er mikið sandrok og þoka. Jarðvísindamenn sem fylgdust með gosinu í morgun hafa nú yfirgefið svæðið vegna veðurs, en nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu. „Við vitum ekki stöðuna akkúrat á þessu augnabliki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „En í þetta sinn er um töluvert eldgos að ræða og það sýnir sig að á um þremur klukkutímum var það búið að mynda þriggja kílómetra langan hrauntaum og það er verulega mikið streymi þarna upp.“ Hann segir að gróflega megi áætla að um þúsund rúmmetrar af kviku hafi komið upp á sekúndu fyrstu þrjá tímana. „Þetta er stærsta gosið í þessari hrinu, þetta er að svipaðri stærð og stærri gosin í Kröflueldum. En það er yfirleitt þannig að svona gos eru öflugust fyrst og svo dregur úr þeim.“ Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem áttu sér stað við Kröflu frá 20. desember 1975 til 18. september 1984. Á þessum tíma var einmitt verið að reisa þegar umdeilda Kröfluvirkjun.Uppfært kl. 16:19: Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis Holuhraun hefur verið aflétt. Engar takmarkanir gilda lengur um flug vegna eldgossins. Viðbúnaðarstig vegna flugs hefur verið fært niður á appelsínugult. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08 Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09 Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins. 31. ágúst 2014 09:08
Gos hafið að nýju Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. 31. ágúst 2014 06:09
Stærra gos en síðast "Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson 31. ágúst 2014 07:37