Nú er hægt að fylgjast með gosinu í Holuhrauni í beinni í gegnum vefmyndavél Mílu á Bárðarbungu. Gosið sem hófst um klukkan fimm í nótt er staðsett á sömu sprungu og eldgosið sem hófst síðasta föstudag, en er þó heldur stærra. Þetta er þriðja eldgosið á Bárðarbungusvæðinu á rúmri viku.
Hægt er að fylgjast með gosinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Hægt að fylgjast með gosinu á vefnum
Tengdar fréttir

Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu
Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu.

Vísindamenn farnir frá Holuhrauni vegna veðurs
Nú er eingöngu fylgst með gosinu úr vefmyndavélum á svæðinu en Vísindamannaráð Almannavarna fundar klukkan tíu um framvindu málsins.

Gos hafið að nýju
Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags.

Um 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti
Mest virkni hefur verið á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls.

Stærra gos en síðast
"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson