Skjálfti af stærð 5,4 stig í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2014 08:26 Frá gosstöðvunum í gær. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti af stærð 5,4 stig mældist á 2,9 kílómetra dýpi um 4,7 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu upp úr klukkan sjö í morgun. Frá miðnætti til klukkan sjö mældust um 450 jarðskjálftar á svæðinu, langflestir á nyrðri hluta kvikugangsins. Hinn virki hluti innskotsins nær frá gosstöðvunum í gær og um 4 kílómetra til suðurs inn á jökulinn. Aðeins nokkrir smáir skjálftar hafa verið staðsettir norður af gosstöðvunum og nú sjást þess engin merki að kvikugangurinn sé að lengjast til norðurs. Sterkustu jarðskjálftarnir á þessu svæði voru af stærð 2,7 stig klukkan 03:01 og 2,8 stig klukkan 06:19. Nokkrir hafa mælst á brún Bárðarbunguöskjunnar, þeir sterkustu 4,5 stig klukkan 02:35 og 4,2 stig klukkan 06:18, báðir á norðurbrún. Skjálftinn upp úr klukkan sjö sem mældist 5,4 stig varð á suðurbrúninni. Margir atburðir af svipaðri stærð hafa gerst í kringum öskjuna undanfarna daga. Túlkunin er sú, að þeir tengist sigi í eldfjallinu vegna lækkunar í kvikuþrýstingi í kvikuhólfinu þar undir. Nokkrir smáir skjálftar urðu kringum eldfjallið Öskju. Í heild má segja að engin markverð breyting hafi orðið á jarðskjálftavirkninni að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Stór skjálfti af stærð 5,4 stig mældist á 2,9 kílómetra dýpi um 4,7 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu upp úr klukkan sjö í morgun. Frá miðnætti til klukkan sjö mældust um 450 jarðskjálftar á svæðinu, langflestir á nyrðri hluta kvikugangsins. Hinn virki hluti innskotsins nær frá gosstöðvunum í gær og um 4 kílómetra til suðurs inn á jökulinn. Aðeins nokkrir smáir skjálftar hafa verið staðsettir norður af gosstöðvunum og nú sjást þess engin merki að kvikugangurinn sé að lengjast til norðurs. Sterkustu jarðskjálftarnir á þessu svæði voru af stærð 2,7 stig klukkan 03:01 og 2,8 stig klukkan 06:19. Nokkrir hafa mælst á brún Bárðarbunguöskjunnar, þeir sterkustu 4,5 stig klukkan 02:35 og 4,2 stig klukkan 06:18, báðir á norðurbrún. Skjálftinn upp úr klukkan sjö sem mældist 5,4 stig varð á suðurbrúninni. Margir atburðir af svipaðri stærð hafa gerst í kringum öskjuna undanfarna daga. Túlkunin er sú, að þeir tengist sigi í eldfjallinu vegna lækkunar í kvikuþrýstingi í kvikuhólfinu þar undir. Nokkrir smáir skjálftar urðu kringum eldfjallið Öskju. Í heild má segja að engin markverð breyting hafi orðið á jarðskjálftavirkninni að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira