HM í Brasilíu hefur haft slæm áhrif á fátækustu íbúa landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2014 16:38 Kostnaður við HM var á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra Vísir/Getty Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher. FIFA Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira
Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher.
FIFA Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Sjá meira