Hraunstraumur úr eldgosinu náði út í Jökulsá á Fjöllum í gærmorgun. Þá var flatarmál hraunsins 15,9 ferkílómetrar en var orðið 18.6 ferkílómetra síðdegis í gær. Svarar það til 17 prósenta stækkunar á nokkrum klukkustundum.
Egill Aðalsteinsson tók meðfylgjandi myndir þegar þeir Kristján Már mættu á vettvang í morgun.


