Lewis Hamilton á ráspól á Ítalíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. september 2014 12:56 Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í ítalska kappakstrinum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg verður annar og Valtteri Bottas á Williams verður þriðji. Keppnin á morgun verður því gríðarlega spennandi, allra augu verða á Mercedes mönnum í fyrstu beygju. Tímatakan á Ítalíu er með þeim mikilvægari á tímabilinu. Í 11 af síðustu 14 keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Í fyrstu lotunni duttu út Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus, Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia og Marcus Ericsson og Kamui Kobayashi á Caterham. Margir ökumenn áttu í vandræðum með að halda hita í bremsunum enda langt á milli bremsusvæða. Toro Rosso liðið þurfti að nota mýkri dekkjagerðina til að tryggja þátttöku sína í annari lotu. Aðrir spöruðu einn gang af þeim til að eiga inni seinna.Kvyat hefur keppni í 21. sæti á morgun þrátt fyrir að ná 11. sæti í tímatökunni.Vísir/GettyÍ annari lotu duttu út Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hulkenberg á Force india og Kimi Raikkonen á Ferrari. Kvyat getur þó tekið út sína tíu sæta refsingu á Ítalíu. Toro Rosso settu sjöttu vélina um borð í bíl hans fyrir kappaksturinn á Ítalíu. Ef hann hefði ekki náð að komast nógu ofarlega til að hægt væri að færa hann aftur um tíu sæti þyrfti hann að taka afganginn út í næstu keppni í Singapore. Hver ökumaður má einungis nota fimm vélar á tímabilinu áður hann fær refsingar. Kvyat er fyrsti ökumaðurinn í ár til að hljóta slíka refsingu. Samkvæmt Christian Horner liðsstjóra Red Bull er stutt í að Sebastian Vettel þurfi að sætta sig við sömu refsingu á Kvyat. Í þriðju lotu glímdu tíu hröðustu ökumenn dagsins. Baráttan var á milli Mercedes og Williams. Hamilton náði ótrúlegum hring í fyrri tilraun lotunnar sem enginn gat ógnað. Rosberg reyndi sitt besta og komst aðeins nær en enginn sá við Hamilton í dag. „Ég hlakka til morgundagsins. Mínir menn í bilskúrnum hafa gengið í gegnum margt með mér undanfarið og staðið sig gríðarlega vel. Gott fyrir liðið að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Gott fyrir liðið að ná fremstu ráslínunni. Mikilvægt að hrista af sér það sem er liðið og einbeita sér að því sem á eftir að gerast,“ sagði Rosberg. „Ég vona að við getum strítt Mercedes á morgun. Við erum góð í keppninni. Vonandi eigum við einhver tromp á morgun,“ sagði Bottas eftir tímatökuna.Það var lítið um faðmlög og sameiginlegan fögnuð hjá Mercedes ökumönnum eftir tímatökuna.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir ítalska kappaksturinn 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Kevin Magnussen - McLaren 6.Jenson Button - McLaren 7.Fernando Alonso - Ferrari 8.Sebastian Vettel - Red Bull 9.Daniel Ricciardo - Red Bull 10.Sergio Perez - Force India 11.Kimi Raikkonen - Ferrari 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Adrian Sutil - Sauber 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Pastor Maldonado - Lotus 17.Romain Grosjean - Lotus 18.Kamui Kobayashi - Caterham 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Max Chilton - Marussia 21.Daniil Kvyat - Toro Rosso - endaði 11. en færður aftur um 10 sæti 22.Marcus Ericsson - Caterham Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport á morgun. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í ítalska kappakstrinum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg verður annar og Valtteri Bottas á Williams verður þriðji. Keppnin á morgun verður því gríðarlega spennandi, allra augu verða á Mercedes mönnum í fyrstu beygju. Tímatakan á Ítalíu er með þeim mikilvægari á tímabilinu. Í 11 af síðustu 14 keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Í fyrstu lotunni duttu út Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus, Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia og Marcus Ericsson og Kamui Kobayashi á Caterham. Margir ökumenn áttu í vandræðum með að halda hita í bremsunum enda langt á milli bremsusvæða. Toro Rosso liðið þurfti að nota mýkri dekkjagerðina til að tryggja þátttöku sína í annari lotu. Aðrir spöruðu einn gang af þeim til að eiga inni seinna.Kvyat hefur keppni í 21. sæti á morgun þrátt fyrir að ná 11. sæti í tímatökunni.Vísir/GettyÍ annari lotu duttu út Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat á Toro Rosso, Nico Hulkenberg á Force india og Kimi Raikkonen á Ferrari. Kvyat getur þó tekið út sína tíu sæta refsingu á Ítalíu. Toro Rosso settu sjöttu vélina um borð í bíl hans fyrir kappaksturinn á Ítalíu. Ef hann hefði ekki náð að komast nógu ofarlega til að hægt væri að færa hann aftur um tíu sæti þyrfti hann að taka afganginn út í næstu keppni í Singapore. Hver ökumaður má einungis nota fimm vélar á tímabilinu áður hann fær refsingar. Kvyat er fyrsti ökumaðurinn í ár til að hljóta slíka refsingu. Samkvæmt Christian Horner liðsstjóra Red Bull er stutt í að Sebastian Vettel þurfi að sætta sig við sömu refsingu á Kvyat. Í þriðju lotu glímdu tíu hröðustu ökumenn dagsins. Baráttan var á milli Mercedes og Williams. Hamilton náði ótrúlegum hring í fyrri tilraun lotunnar sem enginn gat ógnað. Rosberg reyndi sitt besta og komst aðeins nær en enginn sá við Hamilton í dag. „Ég hlakka til morgundagsins. Mínir menn í bilskúrnum hafa gengið í gegnum margt með mér undanfarið og staðið sig gríðarlega vel. Gott fyrir liðið að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Gott fyrir liðið að ná fremstu ráslínunni. Mikilvægt að hrista af sér það sem er liðið og einbeita sér að því sem á eftir að gerast,“ sagði Rosberg. „Ég vona að við getum strítt Mercedes á morgun. Við erum góð í keppninni. Vonandi eigum við einhver tromp á morgun,“ sagði Bottas eftir tímatökuna.Það var lítið um faðmlög og sameiginlegan fögnuð hjá Mercedes ökumönnum eftir tímatökuna.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir ítalska kappaksturinn 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Kevin Magnussen - McLaren 6.Jenson Button - McLaren 7.Fernando Alonso - Ferrari 8.Sebastian Vettel - Red Bull 9.Daniel Ricciardo - Red Bull 10.Sergio Perez - Force India 11.Kimi Raikkonen - Ferrari 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Nico Hulkenberg - Force India 14.Adrian Sutil - Sauber 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Pastor Maldonado - Lotus 17.Romain Grosjean - Lotus 18.Kamui Kobayashi - Caterham 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Max Chilton - Marussia 21.Daniil Kvyat - Toro Rosso - endaði 11. en færður aftur um 10 sæti 22.Marcus Ericsson - Caterham Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00 Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30 Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49 Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45 Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30 Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00 Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton og Rosberg fljótastir á föstudagsæfingum Mercedes liðið eignaði sér æfingar dagsins fyrir ítalska kappaksturinn. Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri fyrri en Rosberg á þeirri seinni. 5. september 2014 23:00
Ætlar McLaren að yngja upp? McLaren liðið vinnur nú að þriggja til fimm ára ökumanna áætlun. Hvorugur ökumaður liðsins hefur heyrt hvort hann er inni í þeirri áætlun. 27. ágúst 2014 23:30
Alonso verður áfram hjá Ferrari Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari. 2. september 2014 09:49
Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? 25. ágúst 2014 22:45
Rosberg: Þetta var dómgreindarleysi Nico Rosberg lenti aftan á liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton í belgískakappakstrinum síðustu helgi með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Hamilton. 31. ágúst 2014 19:30
Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því. 4. september 2014 07:00
Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015 Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki. 4. september 2014 19:15