Innlent

Gómaðir innan bannsvæðisins í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu.
Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu. Vísir/Egill
Almannavarnir ítreka að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar sé bönnuð. Í tilkynningu kemur fram að lögreglan fylgist með lokaða svæðinu meðal annars í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Við hefðbundið eftirlit í dag sáust þó nokkrir bílar á svæðinu.

Allir sem voru í bílunum, bæði bílstjórar og farþegar, verða kærðir fyrir brot á lögreglulögum og mega búast við háum fjársektum.

Lokanir hafa verið í gildi norðan Vatnajökuls frá 18. ágúst vegna þess að hættur geti fylgt eldgosinu. Eins og vatnsflóð, eitraðar gastegundri, hraunrennsli og steinkast.

Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum en vegna aukinnar eldvirkni yfirgáfu allir svæðið í morgun.

Ákvörðunin um lokun svæðisins verður endurmetin í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×