Innlent

TF-SIF ekki til taks vegna gossins

Stefán Árni Pálsson skrifar
TF-SIF
TF-SIF visir/vilhelm
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er samkvæmt heimildum fréttastofu flogin til Grænlands í verkefni en ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis verkefnið er.

TF-SIF hefur undanfarna daga flogið með vísindamenn yfir eldgosið í Holuhrauni, en vélin er búin ratsjám sem geta kortlagt yfirborð gosstöðvanna.

Vélin gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborði jökulsins og hraunflæði óháð skýjafari og birtu.

Almannavarnir hafa því leigt aðra vél frá Mýflugi sem tekur við verkefnum TF-SIF en sú vél er í eigu Isavia og var á árum áður flugvél Flugmálastjórnar. Sú vél hefur ekki eins fullkomin tæknibúnað og TF-SIF.

Búnaður TF-SIF getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða.

Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála.


Tengdar fréttir

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson

"A feast for photographers"

The Holuhraun eruption has been ongoing for almost a week now, and many photographers dream of taking photos of it, but only media photographers are allowed into the area.

Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður

Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×