Stærra en Etna og einstakt myndefni Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2014 19:15 Fréttakona frá Ítalíu, sem sérstaklega kom til Íslands til að fjalla um eldsumbrotin, segir myndefnið einstakt, - og þetta sé stærra gos en hún hafi séð í Etnu. Ítölsku fréttamennirnir Oriana Boselli og Stefano De Nicolo voru, ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 og RÚV, í fyrsta fjölmiðlahópnum sem kom að sprungunni fyrst eftir litla gosið aðfararnótt föstudags. Tíu klukkustundum síðar breyttist þessi sami staður í logandi hraungjá, - Ítalirnir hafa líka flogið yfir og senda stöðugt nýjar fréttir til baka til eins stærsta dagblaðs Ítalíu, Corriere Della Sera, og sjónvarpsnetmiðilsins Youreporter.it. Oriana Boselli, sem kom til Íslands fyrir tíu dögum, segir Ítali afar áhugasama um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. „Á Ítalíu eru líka fjölmörg eldfjöll,” segir hún í samtali við Stöð 2. Við höfum einnig frétt af breskum, þýskum, svissneskum og hollenskum fréttamönnum á svæðinu en af útlendingunum eru sennilega þeir ítölsku sem mesta reynslu hafa af eldgosum. Og þau eru hæstánægð með myndefnið. „Við höfum náð miklu af ótrúlegu myndefni. Þetta er alveg einstakt myndefni,” segir Oriana Boselli. Ítalir fá oft eldgos, eyjan Stromboli gaus í sumar, og Etna gýs reglulega, en Oriana fylgdist einmitt með gosi í Etnu í fyrra. -En hvernig er þetta gos í samanburði við Etnu? „Þetta var það stærsta,“ svaraði Oriana. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Fréttakona frá Ítalíu, sem sérstaklega kom til Íslands til að fjalla um eldsumbrotin, segir myndefnið einstakt, - og þetta sé stærra gos en hún hafi séð í Etnu. Ítölsku fréttamennirnir Oriana Boselli og Stefano De Nicolo voru, ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 og RÚV, í fyrsta fjölmiðlahópnum sem kom að sprungunni fyrst eftir litla gosið aðfararnótt föstudags. Tíu klukkustundum síðar breyttist þessi sami staður í logandi hraungjá, - Ítalirnir hafa líka flogið yfir og senda stöðugt nýjar fréttir til baka til eins stærsta dagblaðs Ítalíu, Corriere Della Sera, og sjónvarpsnetmiðilsins Youreporter.it. Oriana Boselli, sem kom til Íslands fyrir tíu dögum, segir Ítali afar áhugasama um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. „Á Ítalíu eru líka fjölmörg eldfjöll,” segir hún í samtali við Stöð 2. Við höfum einnig frétt af breskum, þýskum, svissneskum og hollenskum fréttamönnum á svæðinu en af útlendingunum eru sennilega þeir ítölsku sem mesta reynslu hafa af eldgosum. Og þau eru hæstánægð með myndefnið. „Við höfum náð miklu af ótrúlegu myndefni. Þetta er alveg einstakt myndefni,” segir Oriana Boselli. Ítalir fá oft eldgos, eyjan Stromboli gaus í sumar, og Etna gýs reglulega, en Oriana fylgdist einmitt með gosi í Etnu í fyrra. -En hvernig er þetta gos í samanburði við Etnu? „Þetta var það stærsta,“ svaraði Oriana.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira