„Við ættum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2014 15:03 Pétur Ben spilar á Airwaves í ár ásamt fjölda annarra íslenskra tónlistarmanna Vísir/Anton Brink „Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben. Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben.
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp