Samkvæmt frétt Yahoo Sports mun Houston Rockets fá bakvörðinn reynda, Jason Terry, frá Sacramento Kings.
Houston mun fá Terry og tvo valrétti í annarri umferð í staðinn fyrir Alonzo Gee og a.m.k. einn annan leikmann.
Terry, sem verður 37 ára síðar í mánuðinum, var valinn númer tíu af Atlanta Hawks í nýliðavalinu 1999. Hann gekk svo til liðs við Dallas Mavericks 2004 og varð meistari með liðinu 2011.
Terry lék með Boston tímabilið 2012-13 og Brooklyn Nets fyrri hluta síðasta tímabils. Honum var skipt til Sacramento um miðbik síðasta tímabils, en lék ekkert með liðinu sökum hnémeiðsla.
Terry hefur skorað 15,4 stig og gefið 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum.
Körfubolti