Svæðið er enn lokað fyrir umferð, en ákvörðun um áframhaldandi lokun á svæðinu verður tekin síðar í dag. Sá órói sem mældist við gosstöðvarnar dó út í gærkvöldi og ekki hefur borið á honum aftur.
Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndir og má með sanni segja að eldgosið sé stórfenglegt.






