11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2014 17:05 Sylvía með flottann sjóbirting úr Elliðaánum Mynd: Kjartan Lorange Veiðimenn þurfa ekki að hafa langa reynslu eða háan aldur til að hafa veiðidellu á háu stigi og það er fátt eins ánægjulegt og að sjá unga krakka stunda veiði af ákefð. Það er einmitt áhugi og ákefð sem draga Sylvíu Lorange að bakkanum á sumrin enda nýtur hún þess að eiga föður sem er einnig haldinn veiðidellu á háu stigi en faðir hennar er Kjartan Lorange. Þrátt fyrir að vera ekki nema 11 ára gömul hefur hún veitt víða og er hörku dugleg við bakkann. Núna í sumar er hún búin að fara 3 daga í Elliðaárnar, einn í Korpu og tvo daga í sjóbleikju í Hamarsá og Bjarnardalsá og alltaf fengið fisk. 17. ágúst fékk hún fyrstu flugufiskana sína í Korpu 60 sm Sjóbirting og 55 sm lax 19. Í ágúst lenti hún svo í sjóbirtingsveislu í Elliðaánum og landaði 13 birtingum á Breiðunni og úr Sjávarfossi og einum lax, bæði á flugu og maðk. "Betri veiðifélaga er erfitt að finna þar sem sanngirni, gleði og þakklæti fyrir því sem veiðigyðjan skammtar er alltaf í fararbroddi. Þetta á að vera skemmtilegt en ekki of kalt eru hennar einkunnarorð og alltaf fylgir brosið með" segir Kjartan Lorange pabbi Sylvíu. "Stelpur eru ekki síðri veiðimenn en karlmenn og sjá oft hlutina í öðru ljósi en við karldýrin, ég er búinn að læra margt eftir að þessi frábæra stelpa byrjaði að veiða með mér og hún vonandi líka. Fleiri stelpur í sportið okkar, það getur bara batnað við það!" Með fréttinni eru nokkrar flottar myndir af Sylvíu í veiði og það er klárt að við eigum eftir að frétta meira af þessari efnilegu veiðikonu í framtíðinni. Stangveiði Mest lesið Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Urriðarnir farnir að taka í Þjóðgarðinum Veiði "Laxlaus eftir 9 daga í lax í sumar, hættur þessu! " Veiði
Veiðimenn þurfa ekki að hafa langa reynslu eða háan aldur til að hafa veiðidellu á háu stigi og það er fátt eins ánægjulegt og að sjá unga krakka stunda veiði af ákefð. Það er einmitt áhugi og ákefð sem draga Sylvíu Lorange að bakkanum á sumrin enda nýtur hún þess að eiga föður sem er einnig haldinn veiðidellu á háu stigi en faðir hennar er Kjartan Lorange. Þrátt fyrir að vera ekki nema 11 ára gömul hefur hún veitt víða og er hörku dugleg við bakkann. Núna í sumar er hún búin að fara 3 daga í Elliðaárnar, einn í Korpu og tvo daga í sjóbleikju í Hamarsá og Bjarnardalsá og alltaf fengið fisk. 17. ágúst fékk hún fyrstu flugufiskana sína í Korpu 60 sm Sjóbirting og 55 sm lax 19. Í ágúst lenti hún svo í sjóbirtingsveislu í Elliðaánum og landaði 13 birtingum á Breiðunni og úr Sjávarfossi og einum lax, bæði á flugu og maðk. "Betri veiðifélaga er erfitt að finna þar sem sanngirni, gleði og þakklæti fyrir því sem veiðigyðjan skammtar er alltaf í fararbroddi. Þetta á að vera skemmtilegt en ekki of kalt eru hennar einkunnarorð og alltaf fylgir brosið með" segir Kjartan Lorange pabbi Sylvíu. "Stelpur eru ekki síðri veiðimenn en karlmenn og sjá oft hlutina í öðru ljósi en við karldýrin, ég er búinn að læra margt eftir að þessi frábæra stelpa byrjaði að veiða með mér og hún vonandi líka. Fleiri stelpur í sportið okkar, það getur bara batnað við það!" Með fréttinni eru nokkrar flottar myndir af Sylvíu í veiði og það er klárt að við eigum eftir að frétta meira af þessari efnilegu veiðikonu í framtíðinni.
Stangveiði Mest lesið Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Urriðarnir farnir að taka í Þjóðgarðinum Veiði "Laxlaus eftir 9 daga í lax í sumar, hættur þessu! " Veiði