Hefja lagningu gufulagnar á næstu vikum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2014 14:51 Hér er horft í suðausturátt til Hverahlíðar og Skálafells. Suðurlandsvegurinn er í forgrunni og sjást vegamót hans og Gígahnúksvegar rétt vinstra megin við miðja mynd. Hægra megin Suðurlandsvegar er gamli þjóðvegurinn yfir Hellisheiði og vetrarvegur sem einnig liggur samhliða Suðurlandsvegi á kafla. Lögnin liggur undir þá alla í stokki. mynd/OR Lagning gufulagnar sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun hefst á næstu vikum. Tilboð í lagningu gufulagnar, sem verður um 5 kílómetra löng, hafa verið opnuð og hljóðaði lægsta tilboð upp á tæpa 2,5 milljarða króna. Leyfi fyrir framkvæmdinni liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku Náttúrunnar. Þar kemur fram að leið lagnarinnar hafi verið valin með tilliti til þess að hún yrði sem minnst sýnileg frá þjóðveginum og sem minnst rask yrði. Þá mun vera lagt kapp á að svæðið geti nýst áfram til útivistar. Þannig verður hægt að komast yfir nýju lögnina á fimm stöðum. Skiltum með upplýsingum um hvar hægt verður að komast yfir lögnina ásamt merktum gönguleiðum á svæðinu verður komið fyrir á völdum stöðum, til dæmis á bílastæði við Hellisheiðarvirkjun, á bílastæði við gatnamót Suðurlandsvegar og Gígahnúksvegar og á áningarstað sem Orka náttúrunnar fyrirhugar að koma upp á móts við Gígahnúk. Í tilkynningunni segir að taka eigi lögnina í notkun í árslok 2015 og á fullnaðarfrágangi að ljúka á árinu 2016. Framkvæmdir verða því að nokkru leyti samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar við breikkun Suðurlandsvegar á Hellisheiðinni, sem hófust nú í ár. Nú er Vegagerðin að gera undirgöng undir Suðurlandsveginn fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi og samhliða mun Vegagerðin leggja steyptan stokk undir veginn fyrir gufulögnina. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Lagning gufulagnar sem tengir jarðhitasvæðið í Hverahlíð á Hellisheiði við Hellisheiðarvirkjun hefst á næstu vikum. Tilboð í lagningu gufulagnar, sem verður um 5 kílómetra löng, hafa verið opnuð og hljóðaði lægsta tilboð upp á tæpa 2,5 milljarða króna. Leyfi fyrir framkvæmdinni liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku Náttúrunnar. Þar kemur fram að leið lagnarinnar hafi verið valin með tilliti til þess að hún yrði sem minnst sýnileg frá þjóðveginum og sem minnst rask yrði. Þá mun vera lagt kapp á að svæðið geti nýst áfram til útivistar. Þannig verður hægt að komast yfir nýju lögnina á fimm stöðum. Skiltum með upplýsingum um hvar hægt verður að komast yfir lögnina ásamt merktum gönguleiðum á svæðinu verður komið fyrir á völdum stöðum, til dæmis á bílastæði við Hellisheiðarvirkjun, á bílastæði við gatnamót Suðurlandsvegar og Gígahnúksvegar og á áningarstað sem Orka náttúrunnar fyrirhugar að koma upp á móts við Gígahnúk. Í tilkynningunni segir að taka eigi lögnina í notkun í árslok 2015 og á fullnaðarfrágangi að ljúka á árinu 2016. Framkvæmdir verða því að nokkru leyti samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar við breikkun Suðurlandsvegar á Hellisheiðinni, sem hófust nú í ár. Nú er Vegagerðin að gera undirgöng undir Suðurlandsveginn fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi og samhliða mun Vegagerðin leggja steyptan stokk undir veginn fyrir gufulögnina.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira