Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Armenía 4-0 | Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik Anton Ingi Leifsson á Fylkisvelli skrifar 3. september 2014 14:46 Úr leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. Fyrir leikinn bjuggust flestir við hörkuleik, en annað kom á daginn. Íslenska liðið var töluvert betri aðilinn og rúllaði yfir gestina í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði 4-4-2 eins og í flestum leikjum undankeppninnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu og vörnina frá hægri til vinstri skipuðu þeir Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon. Guðmundur Þórarinsson og Andri Rafn Yeoman spiluðu á miðjunni og þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason. Fremstir voru þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Emil Atlason sem áttu heldur betur eftir að láta til sín taka. Íslendingar byrjuðu betur og fengu fínt skallafæri eftir nokkrar mínútur, en markvörður Armena varði. Síðan jafnaðist leikurinn dálítið og bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðsins. Íslendingar ætluðu fyrir leikinn að nýta sér sín föstu leikatriði vel og fyrsta mark leiksins kom einmitt eftir aukaspyrnu. Guðmundur Þórarinsson sendi þá laglegan bolta fyrir markið þar sem Hólmbert Aron stangaði boltann í netið. Eftir fyrsta markið róaðist leikurinn til muna, en það kom eftir 23. mínútur. Íslenska liðið var afar hættulegt í uppstilltum atriðum og gestirnir ógnuðu ekkert, íslenska vörnin hélt vel og gáfu engin færi á sér. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir íslenska liðinu. Í síðari hálfleik var meira fjör. Liðin voru svipað mikið með boltann, en bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðs. Það var meira púður í Armenum í fyrri hálfleik en í þeim síðari og það áttu okkar menn eftir að nýta sér. Eftir tæpan klukkutíma fiskaði Jón Daði víti eftir laglegan einleik. Hólmbert fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Tæpum tíu mínútu síðar rak Emil Atlason síðasta naglann í líkkistu gestana. Emil sást ekki mikið í leiknum, en var duglegur og gerði vel í markinu. Hann fékk sendingu frá vinstri og kláraði færið. Emil virtist meiðast við að skora markið, en hann fékk strax skiptingu. Ólafur Karl Finsen kom inná í hans stað. Okkar menn sigldu sigrinum heim án teljandi vandræða. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen bætti við fjórða og síðasta mark Íslands í uppbótartíma og lokatölur 4-0. Íslenska liðið var afar sannfærandi í þessum leik ef frá er talið eitt stangarskot Armena í upphafi leiks. Bláklæddir heimamenn spiluðu afar vel. Erfitt er að pikka einn mann út úr íslenska liðinu sem spilaði allt mjög vel, en Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu og var besti maður vallarins. Hann stjórnaði spili íslenska liðsins og ég myndi ekki verða hissa ef Guðmundur færi frá Sarpsborg í janúarglugganum. Hólmbert spilaði einnig afar vel í fremstu víglínu og er ég handviss um að hann eigi eftir að standa sig hjá Bröndby. Íslenska liðinu bíður ærið verkefni gegn Frakklandi mánudaginn 8. september, en erfitt er að segja hversu góðir möguleikar Íslands séu að fara áfram. Það kemur í ljós í kvöld eða í fyrramálið hvort að Ísland þurfi stig í Frakklandi, en líklegt er að þeir þurfi eitt stig að minnsta kosti.Eyjólfur: Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum „Þetta var stórkostlegur sigur. Hann var sanngjarn og íslenska þjóðið getur verið stolt af þessum strákum," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 í leikslok. „Þetta var svipaður leikur eins og ég bjóst við. Ég vissi að við værum sterkir í föstum leikatriðum og myndum setja mörk á þau þar og við gerðum það." „Ég er sérstaklega ánægður með hversu agaðir við vorum í leiknum. Við vorum ekki að gefa þeim færi á okkur." Eyjólfur segir að það sé ekki víst hvernig framhaldið sé varðandi þetta umspilssæti. „Það veit enginn neitt eins og er. Við erum í öðru sæti er og í umspilssætinu, en við þurfum eigilega að ná í eitt stig í Frakklandi. Þá verðum við pottþéttir áfram." „Það verður virkilega erfitt, en spennandi og við sýndum góðan leik á móti þeim heima og ætlum að gera það aftur úti," sagði Eyjólfur í leikslok.Guðmundur Þórarinsson: Þeir voru hálf máttlausir „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá voru þeir hálf máttlausir. Þeir höfðu ekki miklu að keppa og við sigldum þessu skringilega þægilega heim," sagði Guðmundur Þórarinsson, besti maður vallarins, við Vísi í leikslok. „Þá spiluðum við í 35 gráðum og það reyndi mikið meira á. Við skoruðum fyrr núna og svo fannst mér við ekki gefa mörg færi á okkur. Við vorum þéttir fyrir og þetta var frekar þægilegt." „Við vissum að við værum miklu sterkari en þeir í föstum leikatriðum. Við erum með marga góða skallamenn og það er bara gríðarlega þægilegt fyrir mig að vera spyrna þessu fyrir. Maður þarf bara hitta hann eitthvert í teiginn og þá eru þeir mættir að skalla þetta inn." „Við lögðum upp með það að nýta okkur þessi föstu leikatriði og það gekk upp í dag." Guðmundur segir erfitt að rýna í stöðuna eftir þennan leik, en segir jafnframt að það skýrist betur með kvöldinu. „Þessi fjögur mörk í plús gætu reynst okkur dýrmæt, en ég veit ekki hvernig hinir leikirnir fóru. Það á eftir að koma betur í ljós," sagði Guðmundur Þórarinsson í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta vann öruggan 4-0 sigur á Armeníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik og keyrðu yfir gestina. Fyrir leikinn bjuggust flestir við hörkuleik, en annað kom á daginn. Íslenska liðið var töluvert betri aðilinn og rúllaði yfir gestina í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði 4-4-2 eins og í flestum leikjum undankeppninnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í markinu og vörnina frá hægri til vinstri skipuðu þeir Orri Sigurður Ómarsson, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson og Hörður Björgvin Magnússon. Guðmundur Þórarinsson og Andri Rafn Yeoman spiluðu á miðjunni og þeir Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason. Fremstir voru þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Emil Atlason sem áttu heldur betur eftir að láta til sín taka. Íslendingar byrjuðu betur og fengu fínt skallafæri eftir nokkrar mínútur, en markvörður Armena varði. Síðan jafnaðist leikurinn dálítið og bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðsins. Íslendingar ætluðu fyrir leikinn að nýta sér sín föstu leikatriði vel og fyrsta mark leiksins kom einmitt eftir aukaspyrnu. Guðmundur Þórarinsson sendi þá laglegan bolta fyrir markið þar sem Hólmbert Aron stangaði boltann í netið. Eftir fyrsta markið róaðist leikurinn til muna, en það kom eftir 23. mínútur. Íslenska liðið var afar hættulegt í uppstilltum atriðum og gestirnir ógnuðu ekkert, íslenska vörnin hélt vel og gáfu engin færi á sér. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir íslenska liðinu. Í síðari hálfleik var meira fjör. Liðin voru svipað mikið með boltann, en bæði lið héldu boltanum ágætlega innan síns liðs. Það var meira púður í Armenum í fyrri hálfleik en í þeim síðari og það áttu okkar menn eftir að nýta sér. Eftir tæpan klukkutíma fiskaði Jón Daði víti eftir laglegan einleik. Hólmbert fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Tæpum tíu mínútu síðar rak Emil Atlason síðasta naglann í líkkistu gestana. Emil sást ekki mikið í leiknum, en var duglegur og gerði vel í markinu. Hann fékk sendingu frá vinstri og kláraði færið. Emil virtist meiðast við að skora markið, en hann fékk strax skiptingu. Ólafur Karl Finsen kom inná í hans stað. Okkar menn sigldu sigrinum heim án teljandi vandræða. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen bætti við fjórða og síðasta mark Íslands í uppbótartíma og lokatölur 4-0. Íslenska liðið var afar sannfærandi í þessum leik ef frá er talið eitt stangarskot Armena í upphafi leiks. Bláklæddir heimamenn spiluðu afar vel. Erfitt er að pikka einn mann út úr íslenska liðinu sem spilaði allt mjög vel, en Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu og var besti maður vallarins. Hann stjórnaði spili íslenska liðsins og ég myndi ekki verða hissa ef Guðmundur færi frá Sarpsborg í janúarglugganum. Hólmbert spilaði einnig afar vel í fremstu víglínu og er ég handviss um að hann eigi eftir að standa sig hjá Bröndby. Íslenska liðinu bíður ærið verkefni gegn Frakklandi mánudaginn 8. september, en erfitt er að segja hversu góðir möguleikar Íslands séu að fara áfram. Það kemur í ljós í kvöld eða í fyrramálið hvort að Ísland þurfi stig í Frakklandi, en líklegt er að þeir þurfi eitt stig að minnsta kosti.Eyjólfur: Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum „Þetta var stórkostlegur sigur. Hann var sanngjarn og íslenska þjóðið getur verið stolt af þessum strákum," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 í leikslok. „Þetta var svipaður leikur eins og ég bjóst við. Ég vissi að við værum sterkir í föstum leikatriðum og myndum setja mörk á þau þar og við gerðum það." „Ég er sérstaklega ánægður með hversu agaðir við vorum í leiknum. Við vorum ekki að gefa þeim færi á okkur." Eyjólfur segir að það sé ekki víst hvernig framhaldið sé varðandi þetta umspilssæti. „Það veit enginn neitt eins og er. Við erum í öðru sæti er og í umspilssætinu, en við þurfum eigilega að ná í eitt stig í Frakklandi. Þá verðum við pottþéttir áfram." „Það verður virkilega erfitt, en spennandi og við sýndum góðan leik á móti þeim heima og ætlum að gera það aftur úti," sagði Eyjólfur í leikslok.Guðmundur Þórarinsson: Þeir voru hálf máttlausir „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá voru þeir hálf máttlausir. Þeir höfðu ekki miklu að keppa og við sigldum þessu skringilega þægilega heim," sagði Guðmundur Þórarinsson, besti maður vallarins, við Vísi í leikslok. „Þá spiluðum við í 35 gráðum og það reyndi mikið meira á. Við skoruðum fyrr núna og svo fannst mér við ekki gefa mörg færi á okkur. Við vorum þéttir fyrir og þetta var frekar þægilegt." „Við vissum að við værum miklu sterkari en þeir í föstum leikatriðum. Við erum með marga góða skallamenn og það er bara gríðarlega þægilegt fyrir mig að vera spyrna þessu fyrir. Maður þarf bara hitta hann eitthvert í teiginn og þá eru þeir mættir að skalla þetta inn." „Við lögðum upp með það að nýta okkur þessi föstu leikatriði og það gekk upp í dag." Guðmundur segir erfitt að rýna í stöðuna eftir þennan leik, en segir jafnframt að það skýrist betur með kvöldinu. „Þessi fjögur mörk í plús gætu reynst okkur dýrmæt, en ég veit ekki hvernig hinir leikirnir fóru. Það á eftir að koma betur í ljós," sagði Guðmundur Þórarinsson í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira