McLaren vill bæði Vettel og Alonso Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2014 11:45 McLaren vill þessa báða, Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Það eru nokkrir sem orðið hafa heimsmeistarar í Formúlu 1 og aka enn í þeirri keppnisröð. Það eru þó aðeins tveir þeirra sem hafa oft orðið heimsmeistarar, þ.e. Sebastian Vettel og Fernando Alonso og nú vill McLaren fá þá báða sem ökumenn. Á síðustu 9 árum hafa þessir tveir ökumenn unnið 6 sinnum samtals, en þeir ökumenn sem hafa unnið einn titil hver á þessu tímabili eru Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Jenson Button. Þeir hafa reyndar allir ekið fyrir McLaren. Vettel er nú ökumaður Red Bull liðsins og er á samningi þar til enda ársins 2015 og Alonso er samningsbundinn Ferrari út árið 2016. Hvorugir þeirra hefur náð góðum árangri á bílum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og ánægja þeirra með bíla sína er takmörkuð. Mercedes liðið hefur í raun einokað efstu sætin á þessu tímabili og ekkert annað lið átt roð í þeirra bíla. McLaren er eitt þeirra liða sem á langt í land að ná Mercedes, en kunnugir menn í íþróttinni hafa bent á að bjartir tímar séu að renna upp hjá McLaren. McLaren ætlar að setja nýja Honda vél í bíla sína á næsta tímabili og er búist við miklu af henni. Núverandi ökumenn McLaren, þeir Jenson Button og Kevin Magnussen eru því í hálfgerðu limbói yfir framtíð sinni hjá McLaren, en hún veltur alfarið á þeim svörum sem McLaren fær frá þeim Vettel og Alonso. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Það eru nokkrir sem orðið hafa heimsmeistarar í Formúlu 1 og aka enn í þeirri keppnisröð. Það eru þó aðeins tveir þeirra sem hafa oft orðið heimsmeistarar, þ.e. Sebastian Vettel og Fernando Alonso og nú vill McLaren fá þá báða sem ökumenn. Á síðustu 9 árum hafa þessir tveir ökumenn unnið 6 sinnum samtals, en þeir ökumenn sem hafa unnið einn titil hver á þessu tímabili eru Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Jenson Button. Þeir hafa reyndar allir ekið fyrir McLaren. Vettel er nú ökumaður Red Bull liðsins og er á samningi þar til enda ársins 2015 og Alonso er samningsbundinn Ferrari út árið 2016. Hvorugir þeirra hefur náð góðum árangri á bílum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og ánægja þeirra með bíla sína er takmörkuð. Mercedes liðið hefur í raun einokað efstu sætin á þessu tímabili og ekkert annað lið átt roð í þeirra bíla. McLaren er eitt þeirra liða sem á langt í land að ná Mercedes, en kunnugir menn í íþróttinni hafa bent á að bjartir tímar séu að renna upp hjá McLaren. McLaren ætlar að setja nýja Honda vél í bíla sína á næsta tímabili og er búist við miklu af henni. Núverandi ökumenn McLaren, þeir Jenson Button og Kevin Magnussen eru því í hálfgerðu limbói yfir framtíð sinni hjá McLaren, en hún veltur alfarið á þeim svörum sem McLaren fær frá þeim Vettel og Alonso.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent