Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2014 12:40 Frá gosstöðvunum í nótt. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01
5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42
Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18