Óviss um framtíð Smashing Pumpkins 2. september 2014 21:00 Billy Corgan er óviss um framtíð Smashing Pumpkins. Vísir/Getty Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar. Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Billy Corgan forsprakki hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins hefur gefið til kynna að hljómsveitin muni leggja upp laupana eftir að næstu tvær plötur koma út. Sveitin sendir frá sér tvær plötur árið 2015 en þær bera nöfnin, Monuments To An Elegy og Day For Night. Eins og margir vita þá hætti hljómsveitin árið 2000 en snéri aftur árið 2006 og hafa þrjár plötur litið dagsins ljós síðan, fyrir utan þær tvær sem væntanlegar eru. Í viðtali sem birtist á NME, segist hann ætla láta viðbrögð almennings við væntanlegum plötum ráða ferðinni, annað hvort eigi fólki eftir að líka við nýja efnið og þess háttar eða ekki. Hann segist jafnframt vera leiður á því að fólk vænti þess að sveitin spili eingöngu sitt eldra efni, að margir líti á sveitina sem endurkomuhljómsveit sem eigi bara að leika gamalt efni. Þá bætti hann við að það væri algjört lykilatriði fyrir hljómsveitir að halda áfram að skapa nýtt efni, til að standa ekki í stað. Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað innan sveitarinnar undanfarin ár og er það enginn annar en Tommy Lee sem hefur verið að tromma inn á nýju plöturnar.
Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira