Innlent

Allt við það sama í Holuhrauni

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján Már Unnarsson fréttamaður virðir fyrir sér splunkunýjar hraunmyndanir.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður virðir fyrir sér splunkunýjar hraunmyndanir. visir/Egill
Eldgosið í Holuhrauni virðist vera á svipuðu róli og það var í gær. Pálmi Erlendsson jarðfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir fréttir að nóttin hefði verið tiltöluega róleg, ef miðað er við að eldgos sé í gangi.

Dregið hefur úr skjálftavirkni úr svæðinu. Skjálftar hafa verið fáir og smáir, sá stærsti í nótt var upp á 3,1 stig sem telst vera frekar lítið. Vefmyndavél gefur til kynna að gosið sé á svipuðu róli og var í gær, þetta er hljóðlátt gos, að sögn Pálma, sem ekki veldur miklum óróa. Talsverð strókavirkni er þó enn og miðað við það er ekkert að draga úr gosinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×