Hvað á nýja eldstöðin að heita? Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:13 Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is. Bárðarbunga Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Ýmsar tillögur hafa komið upp varðandi mögulegt heiti á nýju eldstöðinni. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, varpaði fram ýmsum hugmyndum og spurði hvort nú ætti að kalla þetta Holuhrauns- eða Holuelda. Hann nefndi að mögulega væri hægt að tengja eldstöðina við landnámsmanninn Bárð þar sem hraunið væri runnið undan Bárðarbungu. Þá kom gosið upp skammt undan Dyngjujökli og ekki langt frá Dyngjuvatni. „Gætu þetta verið Dyngjueldar og Dyngjuhraun? Hraunið er líka farið að flæða yfir svæði sem kallast Flæður. Gætu Flæðurnar orðið rót að nafni? Svo gæti kannski einhverjum dottið í hug hvort minnast mætti Apollo-geimfaranna sem þarna æfðu tunglferðir. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem fylgdi Neil Armstrong og félögum um Öskjusvæðið, gaf gili þarna nafnið Nautagil, - ekki vegna nautgripa, heldur vegna þess að þar voru astronaut. En þarna er líka Drekagil og Ármann Höskuldsson líkti gossprungunni í gær við glóandi Dreka. Kannski er þetta eldspúandi Drekinn. Það mætti kenna eldstöðina við hann." Fréttastofa hvatti almenning til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og eldunum og hafa fjölmargar tillögur borist. Flestir leggja til Drekahraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Bárðarhraun. Meðal annarra tillagna má nefna Dómsdyngju, Bunguelda, Bárðarvoða, Drekaflæður, Holubungu, Skjálftahraun, Holuflæður, Míluelda, Drekahryggi, Flæðanda, Drekaborg, Fáfniselda, Urðardyngju, Þorleifsgíga, Drekakamb, Heljarhraun, Berggangshraun, Dyngjuhraun, Flæðahraun, Lekahraun, Gosa og Kristjánshraun. Fréttastofa hvetur almenning til að halda áfram að senda tillögur á netfangið frettir@stod2.is.
Bárðarbunga Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira