Innlent

Dettifossvegur vestan ár aftur opnaður

Atli Ísleifsson skrifar
Ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu.
Ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu. Vísir/Vilhelm
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Aðrar leiðir á svæðinu, þar á meðal gönguleiðir, eru þó áfram lokaðar.

Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu.

„Áréttað er að ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu.“

Ákvörðunin tekur gildi á morgun 2. september klukkan 8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×