Fylkir lagði Val, 2-0, í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld og komst með sigrinum upp fyrir Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar.
Lucy Gildein kom Fylki yfir með marki á 62. mínútu og Sæunn Sif Hreiðarsdóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma seinni hálfleiks, 2-0.
Valur er nú án sigurs í þremur síðustu leikjum og nánast enga möguleika á þriðja sæti deildarinnar úr því sem komið er.
Þór/KA getur komist aftur í þriðja sætið með sigri á miðvikudaginn.
Fylkir vann Val og komst í þriðja sætið
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn

Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

