Körfubolti

Durant fær 33 milljarða frá Nike

Durant á fyrir salti í grautinn.
Durant á fyrir salti í grautinn. vísir/getty
Íþróttavörurisinn Nike teygði sig alla leið til þess að halda NBA-stjörnunni Kevin Durant á samningi hjá sér.

Samningur Durant við Nike er að renna út og Under Armour var búið að bjóða honum tíu ára samning sem átti að færa honum allt að 285 milljónir dollara í aðra hönd. Það eru rúmir 33 milljarðar króna.

Nike hefur vel efni á því enda er talið að félagið selji skó merkta honum fyrir 175 milljónir dollara á ári.

Under Armour ætlar sér stóra hluti á skómarkaðnum og samningurinn við Durant átti að tryggja þeim greiða leið inn á þann markað. Þess vegna bauð félagið honum einnig hlut í fyrirtækinu.

Nike gat aftur á móti tryggt sér Durant áfram með því að jafna tilboð Under Armour.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×