Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 09:13 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira