Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 19:52 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Rúnar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira