Hafa keypt 40 mæla til að auka vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 15:09 VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira