Körfubolti

Casspi snúinn aftur til Sacramento

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omri Casspi er kominn aftur á fornar slóðir.
Omri Casspi er kominn aftur á fornar slóðir. Vísir/Getty
NBA-liðið Sacramento Kings hefur samið við tvo leikmenn; framherjann Omri Casspi og miðherjann Ryan Hollins.

Casspi, sem er frá Ísrael, þekkir ágætlega til hjá Sacramento, en Kóngarnir völdu hann með 23. valrétt í nýliðavalinu 2009.

Hann lék með Sacramento í tvö ár áður en honum var skipt til Cleveland. Þaðan fór Casspi svo til Houston Rockets sumarið 2013.

Casspi hefur skorað 7,7 stig og tekið 3,7 fráköst að meðaltali í leik á sínum fimm ára langa ferli í NBA.

Hollins hefur komið víða við á átta ára löngum ferli í NBA, en hann hefur lengst af verið í hlutverki varaskeifu hjá sínum liðum.

Hollins er með 3,8 stig og 2,2 fráköst að meðaltali í leik á ferlinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×