Heimamaðurinn Stephen Gallacher hlakkar til að leika í Rydernum 19. september 2014 07:00 Stephen Gallacher verður í sviðsljósinu á Gleneagles Getty Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“ Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það vakti töluverða athygli þegar að Ryder-fyrirliði Evrópu, Paul McGinley, valdi Skotann Stephen Gallacher í Ryder-liðið á dögunum en þetta sögufræga mót fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi og hefst í næstu viku. Mörgum þótti það djörf ákvörðun hjá McGinley að velja Gallacher í liðið fram yfir fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald, en Gallacher hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni í rúmlega 18 ár og aðeins sigrað á þremur mótum á ferlinum. Hann hefur þó átt mjög gott tímabil í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í átta mótum á Evrópumótaröðinni og þá sigraði hann á Dunhil Links meistaramótinu í janúar. Paul McGinley treystir því Gallacher greinilega vel en hann sagði við fréttamenn á dögunum að frammistaða Skotans á Opna ítalska meistaramótinu, viku áður en fyrirliðavalið fór fram, hafi sannfært sig um að velja hann í liðið. „Stephen Gallacher hafði leikið mjög stöðugt og gott golf allt tímabilið en fyrir Opna ítalska meistaramótið vissi hann hvað hann þurfti að gera. Hann endaði í þriðja sæti og lék frábært golf undir mikilli pressu sem er nákvæmlega það sem þarf að gera á Gleneagles í Rydernum sjálfum.“ Það á þá eflaust eftir að hjálpa Gallacher að Gleneagles völlurinn er stutt frá æskuheimili hans og skoskir golfáhugamenn eru mjög stoltir af því að hafa heimamann í Ryder-liðinu. Sjálfur segist hann ætla að njóta þess að leika fyrir framan landa sína sem eiga eftir að styðja vel við bakið á honum en á sama tíma þurfi hann að höndla aukna pressu. „Ég er lítið fyrir sviðsljósið en þegar að ég heimsótti Edinborg fyrir stuttu þá voru strætisvagnar með andlitinu á mér út um allt með auglýsingum um Ryder-bikarinn. Það er mikil stemning fyrir honum í Skotlandi og þótt að þetta eigi eftir að vera stressandi þá er ég viss um að þetta á eftir að verða mögnuð lífsreynsla sem ég á aldrei eftir að gleyma.“
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira