Konur mega nú ganga í einn elsta og virtasta golfklúbb heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2014 17:57 Átjánda flötin á St. Andrews er víðfræg. vísir/getty Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira