Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2014 10:58 Nú hafa fyrstu árnar þegar lokað fyrir veiðimenn og tölur eru farnar að berast um heildarveiði þeirra í sumar sem var í heildina rólegt víða þó margar árnar bæru sig mjög vel. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga var birtur i gær þar sem teknar eru saman veiðitölur liðinnar vikur og þar kennir ýmsa grasa. Fyrst ber að nefna þær lokatölur sem eru þegar komnar í hús frá Þverá og Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar sem er ágæt veiði en þess ber að geta að stórlaxahlutfall var sérstaklega gott í ánni í sumar. Norðurá endar í 924 löxum og þá eru upptaldar þær ár á topp tíu listanum sem hafa lokið veiði. Þegar listinn er skoðaður sést að Ytri Rangá hefur tekið toppsætið af Eystri Rangá en stökkið í aflabrögðum skýrist af því að byrjað var að veiða með maðki 14. september og veiddust til að mynda 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum. Blanda klárar þetta sumar með glæsilegri veiði en þar veiddust 1903 laxar. Miðfjarðará er að sama skapi í ágætum málum og nálægt meðalári, Selá á ennþá nokkuð inni enda er veitt þar í rúma viku í viðbót og veiðin verið ágæt en áin sem þó stendur upp úr hvað varðar flesta veidda laxa er Laxá á Ásum með 974 laxa á sínar tvær stangir. Það verður ekki toppað. Annars lítur listinn svona út fyrir liðna viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.17. 9. 20142453205461Eystri-Rangá17. 9. 20142373184797Blanda17. 9. 20141903142611Miðfjarðará17. 9. 20141602103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Selá í Vopnafirði17. 9. 201498771664Laxá á Ásum17. 9. 201497421062Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Haffjarðará17. 9. 201482162158Laxá í Aðaldal17. 9. 2014819181009 Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Nú hafa fyrstu árnar þegar lokað fyrir veiðimenn og tölur eru farnar að berast um heildarveiði þeirra í sumar sem var í heildina rólegt víða þó margar árnar bæru sig mjög vel. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga var birtur i gær þar sem teknar eru saman veiðitölur liðinnar vikur og þar kennir ýmsa grasa. Fyrst ber að nefna þær lokatölur sem eru þegar komnar í hús frá Þverá og Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar sem er ágæt veiði en þess ber að geta að stórlaxahlutfall var sérstaklega gott í ánni í sumar. Norðurá endar í 924 löxum og þá eru upptaldar þær ár á topp tíu listanum sem hafa lokið veiði. Þegar listinn er skoðaður sést að Ytri Rangá hefur tekið toppsætið af Eystri Rangá en stökkið í aflabrögðum skýrist af því að byrjað var að veiða með maðki 14. september og veiddust til að mynda 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum. Blanda klárar þetta sumar með glæsilegri veiði en þar veiddust 1903 laxar. Miðfjarðará er að sama skapi í ágætum málum og nálægt meðalári, Selá á ennþá nokkuð inni enda er veitt þar í rúma viku í viðbót og veiðin verið ágæt en áin sem þó stendur upp úr hvað varðar flesta veidda laxa er Laxá á Ásum með 974 laxa á sínar tvær stangir. Það verður ekki toppað. Annars lítur listinn svona út fyrir liðna viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.17. 9. 20142453205461Eystri-Rangá17. 9. 20142373184797Blanda17. 9. 20141903142611Miðfjarðará17. 9. 20141602103667Þverá + Kjarará17. 9. 2014Lokatölur 1195143373Selá í Vopnafirði17. 9. 201498771664Laxá á Ásum17. 9. 201497421062Norðurá17. 9. 2014Lokatölur 924153351Haffjarðará17. 9. 201482162158Laxá í Aðaldal17. 9. 2014819181009
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði