Gísli áfram í forystu í Aberdeen Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. september 2014 15:36 Gísli Sveinbergsson er að leika frábærlega í Skotlandi. Vísir/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira