Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 17. september 2014 07:00 Fréttablaðið/Hari Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. Bárðarbunga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hraunið sem hefur runnið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hraunsins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkílómetrar en rúmmálið metið 250 milljón rúmmetrar. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljón rúmmetrar, eins og það var metið fyrir fjórum dögum síðan – og nefnir 250 milljón rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflueldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eldgos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngjujökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljón rúmmetrar, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hallgrímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljón rúmmetrar. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar byggingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efnismagnið í nýja hrauninu tekur til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verður að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé misjöfn eftir stöðum í hraunbreiðunni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmannaeyjum er rúmir 200 milljón rúmmetrar, afar þykkt en aðeins 3,4 ferkílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljón rúmmetrar og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljarðar rúmmetra, og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti.
Bárðarbunga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira