Athygli vekur að á skónum eru svokölluð HDMI-tengi, sem vísa til þess að PS4 leikjatölvan tengist sjónvörpum í gegnum slík tengi.
Tengin eru þó aðeins til skrauts. „Þessi tengi gera ekkert, annað en að vera svöl,“ segir Jonny Barry hönnuður. „Skórnir koma með sérhannaðri Jordan HDMI-snúru,“ bætir hann við. Barry selur þessa sérhönnuðu skó í gegnum Instagram-vef sinn eða í gegnum tölvupóst. Skórnir kosta 950 bandaríkjadali, eða um 113 þúsund krónur.


