Innlent

Fimmtíu skjálftar í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/Auðunn
Um fimmtíu jarðskjálftar mældust við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir voru tæplega þrjú stig með upptök í Bárðarbungu. Ellefu skjálftar mældust þar og tæplega tuttugu undir Dyngjujökli og við eldstöðvarnar. Ekkert lát er á skjálftahrinunni en heldur fleiri skjálftar mældust í nótt, ef miðað er við síðustu tvær nætur, þegar um það bil tuttugu skjálftar mældust.

Viðvörun frá Veðurstofu Íslands vegna loftmengunar er enn í gildi. Líklegt  áhrifasvæði loftmengunar er norðaustur af gosstöðvunum og markast af Mývatnssveit í vestri og Vopnafirði í austri. Búist er við vestlægari vindum og því líklegt að áhrifasvæðið færist sunnar og nái þá frá Vopnafirði til norðanverðra Austfjarða. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×