Um 45 cm sig eftir skjálftann í morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2014 14:35 Vísir/Auðunn Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð. Bárðarbunga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun, 5,4 að stærð, er með þeim stærstu síðan gosið í Holuhrauni hófst hinn 29. ágúst síðastliðinn. Sá stærsti mældist 5,5 að stærð en alls hafa um 20 skjálftar yfir 5 að stærð mælst síðan gosið hófst. GPS mælingar sýna að askjan seig um 20 sentímetra í kjölfar skjálftans og um 20-25 sentímetra í viðbót næstu tvær til þrjár klukkustundir eftir það. Sig í Bárðarbungu er með svipuðu móti og verið hefur síðustu daga en samkvæmt mælingunum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 sentímetrar á dag. Mælingarnar sýna jafnframt óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls. Þá er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti og eru flestir skjálftanna við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.
Bárðarbunga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira