Innlent

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Skjálfti, fimm að stærð, mældist suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er jafnframt sá stærsti þennan sólarhringinn.  Ekkert lát er á skjálftavirkninni á gosstöðvunum norðan Vatnajökuls en um 23 skjálftar mældust á eldsumbrotasvæðinu í nótt.

Eldgosið í Holuhrauni heldur enn áfram og mengun af völdum þess sömuleiðis. Viðvörun Veðurstofu Íslands er enn í gildi og benda dreifingaspár til að styrkur brennisteinsvíildis geti orðið hár á norðausturlandi, einkum í Mývatnssveit, Kelduhverfi, Tjörnesi, Húsavík, Aðaldal og Reykjavhverfi. Ekki er útilokað að mengunarinnar gæti á stærra svæði, en taka þarf tillit til landfræðilegra aðstæðna.

Fólk er hvatt til að halda sig innandyra, finni það fyrir óþægindum af völdum mengunarinnar. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar, ust.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×